Allt á að vera uppi á borðum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 11. apríl 2022 07:31 Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar