Er framtíðin vegan? Valgerður Árnadóttir skrifar 8. apríl 2022 14:01 Hvað er veganismi? Veganismi snýst um að forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Öll sú matvara sem ekki kemur frá dýri eða er prófuð á dýrum er því vegan. Eins og segir í laginu “gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, Krækiber og kartöflur, og kálblöð og hrámeti.” En veganismi er ekki matarkúr, veganismi er hugmyndafræði sem snýst um að standa vörð um réttindi og velferð dýra og bera virðingu fyrir náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Umbyltingar er þörf í matarframleiðslu Ef við eigum að geta náð markmiðum Parísarsamkomulagsins þurfa öll ríki heims að ráðast í tafarlausar aðgerðir og umbylta samfélagslegum þáttum á borð við orkukerfi, samgöngur og matvælaframleiðslu. Hér á Íslandi hefur því miður ekki mikið farið fyrir umræðu um umbyltingu á sviði matvælaframleiðslu og mun erindi mitt fjalla um stöðu matvælaframleiðslu og aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í til að sporna við hamfarahlýnun og tryggja fæðuöryggi okkar. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. (Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.) Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent til ársins 2050. Þetta er óhugnalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og fjármunum er varið í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Unga fólkið borðar minna af dýraafurðum Með aukinni vitund um þetta stærsta umhverfisvandamál samtímans höfum við séð samfélag grænkera (grænmetisætur og veganistar) aukast svo um munar, sérstaklega meðal ungu kynslóðarinnar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var núna snemma árs 2022 sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan, það gerir 37% ungs fólks sem borðar aldrei eða mjög sjaldan kjöt eða aðrar dýraafurðir. Við búumst við því að þessi hópur muni fara stigvaxandi eins og staðan er. Lítil tækifæri eru í dag fyrir starfandi bændur að rækta annað en dýraafurðir og lítill áhugi er meðal ungs fólks að taka við slíkum rekstri. Við teljum hvata til nýsköpunar og plönturæktunar kjörið tækifæri til að efla áhuga bænda og ungs fólks á landbúnaði og nýsköpun honum tengdum. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Kanada, Belgía, Holland og Portúgal eru meðal ríkja sem hafa uppfært sína fæðuhringi og mæla með að draga verulega úr neyslu á dýraafurðum og auka til muna neyslu grænkerafæðis. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Landlæknisembætti Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að íslendingar neyta rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis. Þrátt fyrir það er fæðuhringurinn á síðu Landlæknis óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra Evrópuþjóða í þessum málum og þar viljum við sjá úrbætur. Ísland getur verið sjálfbært í grænmetisrækt Fæðuöryggi er skilgreint sem réttur allra til að hafa aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum og þeim grundvallarrétti allra að þurfa ekki að sæta hungri. Ræktun plöntufæðis, grænmetis, kornmetis, hafra, hamps og bauna er ekki einungis betra fyrir umhverfið heldur er það nauðsynlegt ef tryggja á fæðuöryggi okkar. Veikleikar Íslands hvað fæðuöryggi varðar er að hér er 80% af öllu grænmeti innflutt og yfir 90% af kornvöru, við erum á afskekktri eyju berskjölduð fyrir náttúruhamförum, styrjöldum og kreppum sem gætu hamlað innflutning og ætti þetta mál því að vera í forgangi. Nú þegar er framleitt nægt magn og umfram það af dýraafurðum eins og kjöti, fiski og mjólkurafurðum og löngu orðið tímabært að leggja áherslu á plöntufæði en einungis eru um 100 ár síðan við liðum skort sem skapaði heilsufarsvandamál forfeðra okkar til langs tíma. Hrein orka, hreint vatn og lífræn ræktun gerir íslenskt plöntufæði að því besta sem völ er á og hafa nú þegar náðst samningar um útflutning á ma. agúrku til Danmerkur og slíkir samningar myndu aukast ef við myndum auka á ræktun. Grænmetisrækt skapar fleiri störf en álframleiðsla Ef grænmetisbændur fengju til að mynda kílówattið af rafmagni á sama verði og álverin fá þá væru þeir í mun betri málum og gætu ræktað allan ársins hring en eins og er þá loka flestir yfir svartasta skammdegið því það er of dýrt að nota einungis lampa í gróðurhúsum þegar ljós er af skornum skammti. Það er krafa neytenda á kaupmenn að hafa íslenskt grænmeti á boðstólnum allan ársins hring en þeir geta illa verið við þeirri kröfu og flytja inn mestallt grænmeti yfir vetrartímann en á sama tíma er offramboð og förgun á dýraafurðum. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að nýtni megavatts af rafmagni til grænmetisræktunar skapar 5-10 störf á móti 0,5 starfi í álframleiðslu. Grænmetisrækt skapar því bæði fleiri störf og mengar ekki eins og álið. Tækifæri í kornrækt Haframjólkurvörur hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár, bæði vegna lágs kolefnisspors og aukinnar tíðni á greindum tilfellum mjólkuróþols, en haframjólkurvörur eru bragðgóðar og næringaríkar og líkjast kúamjólkurvörum sem við eigum að venjast. Svíar og Finnar eru leiðandi í framleiðslu á haframjólkurvörum og nota til þess aðallega hafra sem eru ræktaðir þar. Ræktun á höfrum á Íslandi er takmörkuð en það væri vel hægt að leggja meiri áherslu á hana og framleiða okkar eigin haframjólkurvörur. Þá er haframjólkin með næst lægsta kolefnisfótsporið á eftir sojamjólk. Til að framleiða kúamjólk þarf tíu sinnum meira landssvæði og 13 sinnum meira vatn en til haframjólkurframleiðslu. Einnig má nýta okkar endurnýjanlegu orku í þróun og framleiðslu á öðrum próteingjöfum, baunum, plöntukjöti og þara. Möguleikarnir eru nær endalausir, það sem vantar er vilja og áhuga stjórnvalda. Smáþörungarækt í stað fiskeldis í sjó Nú þegar eru frumkvöðlar að rækta smáþörunga í gróðurhúsum og fellur sú ræktun tæknilega séð undir ylrækt og er umhverfisvæn. Smáþörungar eru helsta fæða fiska og helstu næringarefni sem við fáum úr fiski koma úr smáþörungum. Í þeim má finna hátt hlutfalls prótíns, lífsnauðsynlegar amínósýrur og fitusýrur, þar á meðal omega- 3,6 og 7, ásamt vítamínum. Smáþörungar eru ofurfæða og við ættum að leggja ríkari áherslu á rannsóknir og þróun á þeim og minni áherslu á fiskeldi í sjó, þar sem það hefur sýnt sig hér að fiskeldi í sjó hefur verulega slæm áhrif á lífríki sjávar og laxadauði vegna slæmra skilyrða er umtalsverður. Laxar í fiskeldi drepast úr kulda á veturna og á sumrin valda nuddsár og laxalús dauða þeirra. Nuddsárin koma vegna þess að of margir fiskar eru í hverri kví svo þeir særast og nuddast við netin í sjókvíunum eins og við höfum séð á myndum sem kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók á Vestfjörðum. Það er svo eitrað fyrir lúsinni og á endanum erum við að borða eitraðan fisk og drepa bæði lífríki í fjörðunum okkar og villtan laxastofninn. Fiskeldi í sjó og ber að stöðva áður en það er um seinan. Það er einlæg ósk okkar í samtökunumað stefna ríkisstjórnar hvetji til ræktunar á grænmeti, ávöxtum, baunum og korni ásamt nýsköpun og þróun á sjálfbærri ræktun annarra matvæla. Til að svo geti orðið þá þarf að setja skýra stefnu í málaflokknum og tryggja bændum réttlát umskipti með styrkjum og tækifærum til endurmenntunar og kynslóðaskipta. Til þess að það sé hægt þarf að: Endurhugsa styrkjakerfi landbúnaðarins Lækka orkuverð til grænmetis- og ávaxtabænda Búa til hvata ásamt endurmenntun fyrir bændur sem vilja hætta að framleiða dýraafurðir Efla nýsköpun og þróun á sjálfbærum matvælum Efla upplýsingagjöf um næringu og umhverfisspor grænkerafæðis Móta stefnu fyrir opinberar stofnanir eins og mörg Evrópuríki um að það sé alltaf grænkerakostur til staðar í mötuneytum og á opinberum viðburðum ásamt grænni matarstefnu í heild Að lokum, vil ég ljúka erindi mínu á að minnast á Garðyrkjuskólann á Reykjum. Mikilvægt er að efla menntun á ræktun matvæla úr jurtaríkinu, uppfæra námsskrá og færa menntastofnanir inn í nútímann. Þá er lykilatriði að standa vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum og endurreisa þar blómlegan skóla sem trekkir að. Unga fólkið kallar eftir úrbótum, það er okkar að hlusta. Framtíð okkar allra liggur undir og tækifærin liggja í ræktun á plöntufæði. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Vegan Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er veganismi? Veganismi snýst um að forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Öll sú matvara sem ekki kemur frá dýri eða er prófuð á dýrum er því vegan. Eins og segir í laginu “gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, Krækiber og kartöflur, og kálblöð og hrámeti.” En veganismi er ekki matarkúr, veganismi er hugmyndafræði sem snýst um að standa vörð um réttindi og velferð dýra og bera virðingu fyrir náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Umbyltingar er þörf í matarframleiðslu Ef við eigum að geta náð markmiðum Parísarsamkomulagsins þurfa öll ríki heims að ráðast í tafarlausar aðgerðir og umbylta samfélagslegum þáttum á borð við orkukerfi, samgöngur og matvælaframleiðslu. Hér á Íslandi hefur því miður ekki mikið farið fyrir umræðu um umbyltingu á sviði matvælaframleiðslu og mun erindi mitt fjalla um stöðu matvælaframleiðslu og aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í til að sporna við hamfarahlýnun og tryggja fæðuöryggi okkar. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51 prósent. (Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.) Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent til ársins 2050. Þetta er óhugnalegt þegar haft er í huga hversu miklum tíma og fjármunum er varið í fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Unga fólkið borðar minna af dýraafurðum Með aukinni vitund um þetta stærsta umhverfisvandamál samtímans höfum við séð samfélag grænkera (grænmetisætur og veganistar) aukast svo um munar, sérstaklega meðal ungu kynslóðarinnar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var núna snemma árs 2022 sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan, það gerir 37% ungs fólks sem borðar aldrei eða mjög sjaldan kjöt eða aðrar dýraafurðir. Við búumst við því að þessi hópur muni fara stigvaxandi eins og staðan er. Lítil tækifæri eru í dag fyrir starfandi bændur að rækta annað en dýraafurðir og lítill áhugi er meðal ungs fólks að taka við slíkum rekstri. Við teljum hvata til nýsköpunar og plönturæktunar kjörið tækifæri til að efla áhuga bænda og ungs fólks á landbúnaði og nýsköpun honum tengdum. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Kanada, Belgía, Holland og Portúgal eru meðal ríkja sem hafa uppfært sína fæðuhringi og mæla með að draga verulega úr neyslu á dýraafurðum og auka til muna neyslu grænkerafæðis. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Landlæknisembætti Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að íslendingar neyta rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis. Þrátt fyrir það er fæðuhringurinn á síðu Landlæknis óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra Evrópuþjóða í þessum málum og þar viljum við sjá úrbætur. Ísland getur verið sjálfbært í grænmetisrækt Fæðuöryggi er skilgreint sem réttur allra til að hafa aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum og þeim grundvallarrétti allra að þurfa ekki að sæta hungri. Ræktun plöntufæðis, grænmetis, kornmetis, hafra, hamps og bauna er ekki einungis betra fyrir umhverfið heldur er það nauðsynlegt ef tryggja á fæðuöryggi okkar. Veikleikar Íslands hvað fæðuöryggi varðar er að hér er 80% af öllu grænmeti innflutt og yfir 90% af kornvöru, við erum á afskekktri eyju berskjölduð fyrir náttúruhamförum, styrjöldum og kreppum sem gætu hamlað innflutning og ætti þetta mál því að vera í forgangi. Nú þegar er framleitt nægt magn og umfram það af dýraafurðum eins og kjöti, fiski og mjólkurafurðum og löngu orðið tímabært að leggja áherslu á plöntufæði en einungis eru um 100 ár síðan við liðum skort sem skapaði heilsufarsvandamál forfeðra okkar til langs tíma. Hrein orka, hreint vatn og lífræn ræktun gerir íslenskt plöntufæði að því besta sem völ er á og hafa nú þegar náðst samningar um útflutning á ma. agúrku til Danmerkur og slíkir samningar myndu aukast ef við myndum auka á ræktun. Grænmetisrækt skapar fleiri störf en álframleiðsla Ef grænmetisbændur fengju til að mynda kílówattið af rafmagni á sama verði og álverin fá þá væru þeir í mun betri málum og gætu ræktað allan ársins hring en eins og er þá loka flestir yfir svartasta skammdegið því það er of dýrt að nota einungis lampa í gróðurhúsum þegar ljós er af skornum skammti. Það er krafa neytenda á kaupmenn að hafa íslenskt grænmeti á boðstólnum allan ársins hring en þeir geta illa verið við þeirri kröfu og flytja inn mestallt grænmeti yfir vetrartímann en á sama tíma er offramboð og förgun á dýraafurðum. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að nýtni megavatts af rafmagni til grænmetisræktunar skapar 5-10 störf á móti 0,5 starfi í álframleiðslu. Grænmetisrækt skapar því bæði fleiri störf og mengar ekki eins og álið. Tækifæri í kornrækt Haframjólkurvörur hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár, bæði vegna lágs kolefnisspors og aukinnar tíðni á greindum tilfellum mjólkuróþols, en haframjólkurvörur eru bragðgóðar og næringaríkar og líkjast kúamjólkurvörum sem við eigum að venjast. Svíar og Finnar eru leiðandi í framleiðslu á haframjólkurvörum og nota til þess aðallega hafra sem eru ræktaðir þar. Ræktun á höfrum á Íslandi er takmörkuð en það væri vel hægt að leggja meiri áherslu á hana og framleiða okkar eigin haframjólkurvörur. Þá er haframjólkin með næst lægsta kolefnisfótsporið á eftir sojamjólk. Til að framleiða kúamjólk þarf tíu sinnum meira landssvæði og 13 sinnum meira vatn en til haframjólkurframleiðslu. Einnig má nýta okkar endurnýjanlegu orku í þróun og framleiðslu á öðrum próteingjöfum, baunum, plöntukjöti og þara. Möguleikarnir eru nær endalausir, það sem vantar er vilja og áhuga stjórnvalda. Smáþörungarækt í stað fiskeldis í sjó Nú þegar eru frumkvöðlar að rækta smáþörunga í gróðurhúsum og fellur sú ræktun tæknilega séð undir ylrækt og er umhverfisvæn. Smáþörungar eru helsta fæða fiska og helstu næringarefni sem við fáum úr fiski koma úr smáþörungum. Í þeim má finna hátt hlutfalls prótíns, lífsnauðsynlegar amínósýrur og fitusýrur, þar á meðal omega- 3,6 og 7, ásamt vítamínum. Smáþörungar eru ofurfæða og við ættum að leggja ríkari áherslu á rannsóknir og þróun á þeim og minni áherslu á fiskeldi í sjó, þar sem það hefur sýnt sig hér að fiskeldi í sjó hefur verulega slæm áhrif á lífríki sjávar og laxadauði vegna slæmra skilyrða er umtalsverður. Laxar í fiskeldi drepast úr kulda á veturna og á sumrin valda nuddsár og laxalús dauða þeirra. Nuddsárin koma vegna þess að of margir fiskar eru í hverri kví svo þeir særast og nuddast við netin í sjókvíunum eins og við höfum séð á myndum sem kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók á Vestfjörðum. Það er svo eitrað fyrir lúsinni og á endanum erum við að borða eitraðan fisk og drepa bæði lífríki í fjörðunum okkar og villtan laxastofninn. Fiskeldi í sjó og ber að stöðva áður en það er um seinan. Það er einlæg ósk okkar í samtökunumað stefna ríkisstjórnar hvetji til ræktunar á grænmeti, ávöxtum, baunum og korni ásamt nýsköpun og þróun á sjálfbærri ræktun annarra matvæla. Til að svo geti orðið þá þarf að setja skýra stefnu í málaflokknum og tryggja bændum réttlát umskipti með styrkjum og tækifærum til endurmenntunar og kynslóðaskipta. Til þess að það sé hægt þarf að: Endurhugsa styrkjakerfi landbúnaðarins Lækka orkuverð til grænmetis- og ávaxtabænda Búa til hvata ásamt endurmenntun fyrir bændur sem vilja hætta að framleiða dýraafurðir Efla nýsköpun og þróun á sjálfbærum matvælum Efla upplýsingagjöf um næringu og umhverfisspor grænkerafæðis Móta stefnu fyrir opinberar stofnanir eins og mörg Evrópuríki um að það sé alltaf grænkerakostur til staðar í mötuneytum og á opinberum viðburðum ásamt grænni matarstefnu í heild Að lokum, vil ég ljúka erindi mínu á að minnast á Garðyrkjuskólann á Reykjum. Mikilvægt er að efla menntun á ræktun matvæla úr jurtaríkinu, uppfæra námsskrá og færa menntastofnanir inn í nútímann. Þá er lykilatriði að standa vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum og endurreisa þar blómlegan skóla sem trekkir að. Unga fólkið kallar eftir úrbótum, það er okkar að hlusta. Framtíð okkar allra liggur undir og tækifærin liggja í ræktun á plöntufæði. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun