Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 11:55 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segja enn spurningum ósvarað um söluna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði var aftur til umræðu þegar Alþingi kom saman í dag en þingmenn hafa gagnrýnt framkvæmd útboðsins harðlega. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti í fjárlaganefnd, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum, þrátt fyrir að hún hafi fengið allar upplýsingar og gögn um útboðið. „Ég verð að viðurkenna að ég er svekkt þegar ég les lista yfir þá sem hafa fengið að kaupa í þessu ferli,“ sagði Bryndís. Hún vísar til þess að hún hafi staðið í þeirri meiningu að ríkið væri að leita að stórum og öflugum fjárfestum til lengri tíma. „Þegar ég fer svo að lesa gögnin mín þá átta ég mig á því að það er ekkert sem stendur beinum orðum og svo eiga við. Ég naga sjálfan í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt þeirrar spurningar,“ sagð Bryndís. Hún sagðist engu að síður telja það hafa verið rétta ákvörðun að selja Íslandsbanka. Þá fagnaði hún ákvörðun fjármálaráðherra um að fela Ríkisendurskoðun að endurskoða ferlið. „Það er traust og trúverðugleiki sem skiptir mestu máli þegar við seljum ríkiseignir. Þá þarf það ávallt að vera í gagnsæju og sanngjörnu og réttlátu ferli,“ sagði Bryndís. „Því miður höfum við ekki fengið svör við öllum okkar spurningum og þess vegna er nauðsynlegt að bæði fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og þingið allt fái svar við þeim spurningum sem út af standa,“ sagði hún enn fremur. Ráðherrar hafi ekki beitt sér fyrir trúverðugleika í bankakerfinu Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á sömuleiðis sæti í fjárlaganefnd en hún sagði nauðsynlegt að fá svör um kostnað við útboðið, sem nam um 700 milljónum króna, og hvernig val fór fram á fjárfestum. „Fjármálaeftirlitið þarf að kanna hjá öllum fjármálastofnunum hvaða aðilar fengu hækkun úr almennum fjárfesti í fagfjárfesti nokkrum vikum fyrir útboðið, tóku þátt í útboðinu og fengu úthlutað,“ sagði Kristrún. Þá þurfi að kanna hvort það hafi verið geðþóttarákvörðun hjá umsjónaraðila eða Bankasýslunni hverjir fengu hlut. „Bankasýslan heldur á eignarhlut ríkisins í bankanum. Í ljósi þess má gera ráð fyrir því að forsvarsmenn hennar hafi verið viðstaddir þegar úthlutun var ákvörðuð. Hér kom út hvítbók um fjármálakerfið sem stjórnarformaður Bankasýslunnar stýrði sjálfur þar sem lykilatriði var traust á bankakerfinu,“ sagði Kristrún. „Það að hæstvirtir ráðherrar hafi ekki beitt sér fyrir því að framkvæmdin og salan stuðlaði að trúverðugleika í bankakerfinu er til marks um algert forystuleysi og vanhæfni,“ sagði hún enn fremur. Íslenskir bankar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. 4. apríl 2022 18:21 Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði var aftur til umræðu þegar Alþingi kom saman í dag en þingmenn hafa gagnrýnt framkvæmd útboðsins harðlega. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti í fjárlaganefnd, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum, þrátt fyrir að hún hafi fengið allar upplýsingar og gögn um útboðið. „Ég verð að viðurkenna að ég er svekkt þegar ég les lista yfir þá sem hafa fengið að kaupa í þessu ferli,“ sagði Bryndís. Hún vísar til þess að hún hafi staðið í þeirri meiningu að ríkið væri að leita að stórum og öflugum fjárfestum til lengri tíma. „Þegar ég fer svo að lesa gögnin mín þá átta ég mig á því að það er ekkert sem stendur beinum orðum og svo eiga við. Ég naga sjálfan í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt þeirrar spurningar,“ sagð Bryndís. Hún sagðist engu að síður telja það hafa verið rétta ákvörðun að selja Íslandsbanka. Þá fagnaði hún ákvörðun fjármálaráðherra um að fela Ríkisendurskoðun að endurskoða ferlið. „Það er traust og trúverðugleiki sem skiptir mestu máli þegar við seljum ríkiseignir. Þá þarf það ávallt að vera í gagnsæju og sanngjörnu og réttlátu ferli,“ sagði Bryndís. „Því miður höfum við ekki fengið svör við öllum okkar spurningum og þess vegna er nauðsynlegt að bæði fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og þingið allt fái svar við þeim spurningum sem út af standa,“ sagði hún enn fremur. Ráðherrar hafi ekki beitt sér fyrir trúverðugleika í bankakerfinu Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á sömuleiðis sæti í fjárlaganefnd en hún sagði nauðsynlegt að fá svör um kostnað við útboðið, sem nam um 700 milljónum króna, og hvernig val fór fram á fjárfestum. „Fjármálaeftirlitið þarf að kanna hjá öllum fjármálastofnunum hvaða aðilar fengu hækkun úr almennum fjárfesti í fagfjárfesti nokkrum vikum fyrir útboðið, tóku þátt í útboðinu og fengu úthlutað,“ sagði Kristrún. Þá þurfi að kanna hvort það hafi verið geðþóttarákvörðun hjá umsjónaraðila eða Bankasýslunni hverjir fengu hlut. „Bankasýslan heldur á eignarhlut ríkisins í bankanum. Í ljósi þess má gera ráð fyrir því að forsvarsmenn hennar hafi verið viðstaddir þegar úthlutun var ákvörðuð. Hér kom út hvítbók um fjármálakerfið sem stjórnarformaður Bankasýslunnar stýrði sjálfur þar sem lykilatriði var traust á bankakerfinu,“ sagði Kristrún. „Það að hæstvirtir ráðherrar hafi ekki beitt sér fyrir því að framkvæmdin og salan stuðlaði að trúverðugleika í bankakerfinu er til marks um algert forystuleysi og vanhæfni,“ sagði hún enn fremur.
Íslenskir bankar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. 4. apríl 2022 18:21 Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. 4. apríl 2022 18:21
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00