Kosningaréttur námsmanna erlendis skertur Indriði Stefánsson skrifar 8. apríl 2022 07:30 Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun