Heilbrigð skynsemi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 21:30 Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Málefni trans fólks Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun