Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 08:00 Ten Hag verður vonandi hressari á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00
Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30
Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30
Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31