Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. apríl 2022 07:00 Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun