Portúgölsku undrabræðurnir magnaðir gegn Ómari, Gísla og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 16:00 Hinn sautján ára Francisco „Kiko“ Costa skoraði samtals átján mörk í einvígi Sporting og Magdeburg. heimasíða sporting Nýjar stórstjörnur virðast vera að fæðast í handboltanum. Þetta eru Costa-bræðurnir ungu frá Portúgal, Martim og Francisco. Þeir sýndu snilli sína í leik gegn Magdeburg í Evrópudeildinni í gær. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira