Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. apríl 2022 15:52 Selenskí sagði fólk hafa verið pyntað og það síðar drepið og lík þeirra brennd, konum hafi verið naugað á meðan börn þeirra horfðu á. AP/Felipe Dana Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. Selenskí fór sjálfur til Bucha í gær og ræddi þar við íbúa en lýsingar hans af aðstæðum í bænum voru hryllilegar. „Þeir drápu heilu fjölskyldurnar, fullorðna og börn, og þeir reyndu að brenna líkin,“ sagði Selenskí. Hann sagðist ávarpa ráðið fyrir hönd allra þeirra sem hafa fallið í árásum Rússa. „Sumir voru skotnir á götum úti, öðrum var hent í brunna til að deyja. Þau eru að kveljast. Þau voru drepin í íbúðum sínum, húsin sprengd upp með jarðsprengjum, almennir borgarar voru kramdir af skriðdrekum meðan þeir sátu í bílum sínum á miðjum vegi, aðeins fyrir ánægju [hermennanna],“ sagði Selenskí. „Þeir skáru af útlimi, skáru þau á háls. Konum var nauðgað og þær drepnar fyrir framan börnin þeirra. Tungur þeirra voru rifnar út, aðeins því að árásaraðilarnir heyrðu ekki það sem þeir vildu heyra frá þeim,“ sagði hann enn fremur. Vill réttarhöld í anda Nuremberg-réttarhaldanna Hann sagði heiminn ekki hafa séð aðra eins stríðsglæpi frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk og vísar til þess að Rússar hafi vísvitandi ráðist á almenna borgara. Aðgerðir þeirra í Bucha væru aðeins eitt dæmi um það sem rússneskar hersveitir hafi verið að gera í Úkraínu á síðustu 40 dögum. Þá væri það ljóst hvernig þeir munu bregðast við þessum ásökunum. "Civilians were crushed by tanks while sitting in cars... they cut off their limbs, slashed their throats, women were raped and killed... their tongues were pulled out"Ukraine's President Zelensky describes atrocities allegedly carried out by Russia https://t.co/Jhib3iQ8Xp pic.twitter.com/AXv3vKYnbs— BBC News (World) (@BBCWorld) April 5, 2022 „Þeir munu kenna öllum öðrum um aðeins til að réttlæta sínar eigin gjörðir. Þeir munu segja að það séu ýmsar útgáfur, mismunandi útgáfur, og að það sé ómögulegt að sannreyna hver þeirra er sönn. Þeir munu jafnvel segja að líkum hinna látnu hafi verið hent og að upplýsingar hafi verið falsaðar,“ sagði Selenskí. Forsetinn gagnrýndi harðlega skort á alvöru viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu og velti fyrir sér tilgangi Öryggisráðsins, ef það gæti ekki tryggt þeirra öryggi. Hann sagði mikilvægt að Rússar verði stöðvaðir sem fyrst og kallaði eftir réttarhöldum í anda Nuremberg-réttarhaldanna. Þá vísaði hann til fyrstu greinar stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, að viðhalda friði og sjá til þess að friði sé fylgt. „Hvar er friðurinn? Hvar eru þessar tryggingar sem Sameinuðu þjóðirnar þurfa að tryggja?“ spurði forsetinn og krafðist þess að Rússum yrði vikið úr ráðinu, enda gjörðir þeirra ekkert öðruvísi en hryðjuverkamanna. "What is the purpose of our organisation? Its purpose is to maintain peace and make sure peace is adhered to"Addressing the UN, Ukraine's President Zelenksy says UN's charter has been "violated" by Russia's actions - "the most terrible war crimes"https://t.co/OvaXAxae8c pic.twitter.com/JH19a4ARNa— BBC News (World) (@BBCWorld) April 5, 2022 Afleiðingar stríðsins gríðarlegar Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuð þjóðanna, hafði ávarpað fundinn á undan Selenskí en líkt og við var að búast minntist hann á voðaverkin í Bucha. Hann sagðist aldrei munu gleyma myndunum af látnum íbúum og að hann væri uggandi yfir fregnum af stríðsglæpum Rússa. Guterres sagði mikilvægt að bregðast við sem fyrst þar sem afleiðingar stríðsins hafa þegar verið gríðarlegar. Rúmlega tíu milljón manns eru nú á vergangi í Úkraínu og hafa markaðir heimsins orðið fyrir þungu höggi vegna mikilla verðhækkanna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, og Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnmálauppbyggingar og friðarumleitana, tóku í sama streng og Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Selenskí lýsir hryllingnum: „Þeir drápu heilu fjölskyldurnar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 06:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Selenskí fór sjálfur til Bucha í gær og ræddi þar við íbúa en lýsingar hans af aðstæðum í bænum voru hryllilegar. „Þeir drápu heilu fjölskyldurnar, fullorðna og börn, og þeir reyndu að brenna líkin,“ sagði Selenskí. Hann sagðist ávarpa ráðið fyrir hönd allra þeirra sem hafa fallið í árásum Rússa. „Sumir voru skotnir á götum úti, öðrum var hent í brunna til að deyja. Þau eru að kveljast. Þau voru drepin í íbúðum sínum, húsin sprengd upp með jarðsprengjum, almennir borgarar voru kramdir af skriðdrekum meðan þeir sátu í bílum sínum á miðjum vegi, aðeins fyrir ánægju [hermennanna],“ sagði Selenskí. „Þeir skáru af útlimi, skáru þau á háls. Konum var nauðgað og þær drepnar fyrir framan börnin þeirra. Tungur þeirra voru rifnar út, aðeins því að árásaraðilarnir heyrðu ekki það sem þeir vildu heyra frá þeim,“ sagði hann enn fremur. Vill réttarhöld í anda Nuremberg-réttarhaldanna Hann sagði heiminn ekki hafa séð aðra eins stríðsglæpi frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk og vísar til þess að Rússar hafi vísvitandi ráðist á almenna borgara. Aðgerðir þeirra í Bucha væru aðeins eitt dæmi um það sem rússneskar hersveitir hafi verið að gera í Úkraínu á síðustu 40 dögum. Þá væri það ljóst hvernig þeir munu bregðast við þessum ásökunum. "Civilians were crushed by tanks while sitting in cars... they cut off their limbs, slashed their throats, women were raped and killed... their tongues were pulled out"Ukraine's President Zelensky describes atrocities allegedly carried out by Russia https://t.co/Jhib3iQ8Xp pic.twitter.com/AXv3vKYnbs— BBC News (World) (@BBCWorld) April 5, 2022 „Þeir munu kenna öllum öðrum um aðeins til að réttlæta sínar eigin gjörðir. Þeir munu segja að það séu ýmsar útgáfur, mismunandi útgáfur, og að það sé ómögulegt að sannreyna hver þeirra er sönn. Þeir munu jafnvel segja að líkum hinna látnu hafi verið hent og að upplýsingar hafi verið falsaðar,“ sagði Selenskí. Forsetinn gagnrýndi harðlega skort á alvöru viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu og velti fyrir sér tilgangi Öryggisráðsins, ef það gæti ekki tryggt þeirra öryggi. Hann sagði mikilvægt að Rússar verði stöðvaðir sem fyrst og kallaði eftir réttarhöldum í anda Nuremberg-réttarhaldanna. Þá vísaði hann til fyrstu greinar stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, að viðhalda friði og sjá til þess að friði sé fylgt. „Hvar er friðurinn? Hvar eru þessar tryggingar sem Sameinuðu þjóðirnar þurfa að tryggja?“ spurði forsetinn og krafðist þess að Rússum yrði vikið úr ráðinu, enda gjörðir þeirra ekkert öðruvísi en hryðjuverkamanna. "What is the purpose of our organisation? Its purpose is to maintain peace and make sure peace is adhered to"Addressing the UN, Ukraine's President Zelenksy says UN's charter has been "violated" by Russia's actions - "the most terrible war crimes"https://t.co/OvaXAxae8c pic.twitter.com/JH19a4ARNa— BBC News (World) (@BBCWorld) April 5, 2022 Afleiðingar stríðsins gríðarlegar Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuð þjóðanna, hafði ávarpað fundinn á undan Selenskí en líkt og við var að búast minntist hann á voðaverkin í Bucha. Hann sagðist aldrei munu gleyma myndunum af látnum íbúum og að hann væri uggandi yfir fregnum af stríðsglæpum Rússa. Guterres sagði mikilvægt að bregðast við sem fyrst þar sem afleiðingar stríðsins hafa þegar verið gríðarlegar. Rúmlega tíu milljón manns eru nú á vergangi í Úkraínu og hafa markaðir heimsins orðið fyrir þungu höggi vegna mikilla verðhækkanna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, og Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnmálauppbyggingar og friðarumleitana, tóku í sama streng og Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Selenskí lýsir hryllingnum: „Þeir drápu heilu fjölskyldurnar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 06:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Vaktin: Selenskí lýsir hryllingnum: „Þeir drápu heilu fjölskyldurnar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 06:32