„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 13:28 Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. vísir Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli. Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.
Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira