Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2022 22:02 Blöndulína 3 á að tengjast inn í tengivirkið í Rangárvirkjun. Landið í bakgrunni er mögulegt byggingarland Akureyrarbæjar. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira