Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2022 13:39 Olíubirgðastöð Rússa í Belgorod skammt handan við landamærin að Úkraínu sem Rússar segja að árásarþyrlur Úkraínuhers hafi sprengt í loft upp í morgun. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45
Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16