Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. apríl 2022 16:30 Leið fólksins lá frá Mariupol til Zaporizhzhia. AP Photo/Felipe Dana Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira