Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 22:22 Samningur um smíðina undirritaður í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði síðdegis. Egill Aðalsteinsson Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22