Meira bíó! Ingibjörg Isaksen skrifar 31. mars 2022 12:00 Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár. Suðupottur tækifæra Íslenskt kvikmyndaefni er sýnt í erlendri dagskrá í auknu mæli ásamt erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi. Af því leiðir að Ísland fær mikilvæga landkynningu sem hefur aftur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og ímynd landsins. Tækifærin sem felast í öflugum kvikmyndaiðnaði eru fjölmörg. Við sjáum að erlendir aðilar sækja til landsins í auknu mæli. Nú um stundir er verið að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC. Eitt af þessum verkefnum er hasarmyndin Heart of Stone, sem framleidd er af Netflix. Um er að stóra framleiðslu, fyrstu myndina í flokki mynda sem ætlað er að sverja sig í ætt við hasarmyndir á borð við Mission: Impossible og James Bond myndirnar. Söguþráður myndarinnar á sér stað að hluta til hér á landi og ýmis konar kennileiti Íslands koma til sögunnar. Þvílík auglýsing fyrir Ísland. Auknum umsvifum í kvikmyndagerð fylgja fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri um land allt sem kallar á ýmsa sérfræðiþekkingu. Á bak við eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna. Þá skapast við framleiðslu á kvikmynd fjöldi annarra afleiddra starfa. Hótel, gistiheimili, leiðsögumenn, bílaleigur og veitingastaðir víða um land njóta góðs af. Þúsundir starfa og auknar tekjur í ríkissjóð eru skýr dæmi um jákvæð áhrif kvikmyndagerðar hér á landi - og þar getum við náð enn lengra. Framsókn lagði ríka áherslu á kvikmyndagerð fyrir síðustu alþingiskosningar en við höfum óbilandi trú á getu kvikmyndaiðnaðarins til að skapa raunveruleg verðmæti fyrir samfélagið. Í orði og á borði Þessi þróun sýnir og sannar að afslættir til iðnaðarins virka. Í stóru myndinni leiða þeir til aukinnar velmegunar innan hans til lengri tíma. Ríkisstjórnin hefur sett það á oddinn að hækka endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð til þess að laða stór verkefni sem væru að stærstum hluta tekin upp hér á landi. Það er í samræmi við fyrstu heildstæðu kvikmyndastefnuna fyrir Ísland sem Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra kynnti til leiks á síðasta kjörtímabili. Í stefnunni er að finna metnaðarfullar aðgerðir sem munu auka verulega samkeppnishæfni kvikmyndagerðar hér á landi. Strax hefur verið hafist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Við í Framsókn skiljum mikilvægi þess að styðja við íslenska kvikmyndagerð. Á okkar vakt hefur verið staðið fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands og Kvikmyndasafns Íslands ásamt því að komið var á fyrstu endurgreiðslum í kvikmyndagerð á laggirnar. Sagan hefur sannað gildi þessara mikilvægu aðgerða og undirstrikað tækifærin sem felast í kvikmyndagerð fyrir land og þjóð. Framtíðin er björt og það verður ánægjulegt að taka þátt í því að styðja menningarmálaráðherra og ríkisstjórnina í því verkefni að ná enn lengra fyrir kvikmyndagerð í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Rétt tímaskipting skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár. Suðupottur tækifæra Íslenskt kvikmyndaefni er sýnt í erlendri dagskrá í auknu mæli ásamt erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi. Af því leiðir að Ísland fær mikilvæga landkynningu sem hefur aftur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og ímynd landsins. Tækifærin sem felast í öflugum kvikmyndaiðnaði eru fjölmörg. Við sjáum að erlendir aðilar sækja til landsins í auknu mæli. Nú um stundir er verið að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC. Eitt af þessum verkefnum er hasarmyndin Heart of Stone, sem framleidd er af Netflix. Um er að stóra framleiðslu, fyrstu myndina í flokki mynda sem ætlað er að sverja sig í ætt við hasarmyndir á borð við Mission: Impossible og James Bond myndirnar. Söguþráður myndarinnar á sér stað að hluta til hér á landi og ýmis konar kennileiti Íslands koma til sögunnar. Þvílík auglýsing fyrir Ísland. Auknum umsvifum í kvikmyndagerð fylgja fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri um land allt sem kallar á ýmsa sérfræðiþekkingu. Á bak við eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna. Þá skapast við framleiðslu á kvikmynd fjöldi annarra afleiddra starfa. Hótel, gistiheimili, leiðsögumenn, bílaleigur og veitingastaðir víða um land njóta góðs af. Þúsundir starfa og auknar tekjur í ríkissjóð eru skýr dæmi um jákvæð áhrif kvikmyndagerðar hér á landi - og þar getum við náð enn lengra. Framsókn lagði ríka áherslu á kvikmyndagerð fyrir síðustu alþingiskosningar en við höfum óbilandi trú á getu kvikmyndaiðnaðarins til að skapa raunveruleg verðmæti fyrir samfélagið. Í orði og á borði Þessi þróun sýnir og sannar að afslættir til iðnaðarins virka. Í stóru myndinni leiða þeir til aukinnar velmegunar innan hans til lengri tíma. Ríkisstjórnin hefur sett það á oddinn að hækka endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð til þess að laða stór verkefni sem væru að stærstum hluta tekin upp hér á landi. Það er í samræmi við fyrstu heildstæðu kvikmyndastefnuna fyrir Ísland sem Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra kynnti til leiks á síðasta kjörtímabili. Í stefnunni er að finna metnaðarfullar aðgerðir sem munu auka verulega samkeppnishæfni kvikmyndagerðar hér á landi. Strax hefur verið hafist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Við í Framsókn skiljum mikilvægi þess að styðja við íslenska kvikmyndagerð. Á okkar vakt hefur verið staðið fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands og Kvikmyndasafns Íslands ásamt því að komið var á fyrstu endurgreiðslum í kvikmyndagerð á laggirnar. Sagan hefur sannað gildi þessara mikilvægu aðgerða og undirstrikað tækifærin sem felast í kvikmyndagerð fyrir land og þjóð. Framtíðin er björt og það verður ánægjulegt að taka þátt í því að styðja menningarmálaráðherra og ríkisstjórnina í því verkefni að ná enn lengra fyrir kvikmyndagerð í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun