„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hálfreiddist þegar hún baunaði á íslensk félög fyrir metnaðarleysi gagnvart handbolta kvenna. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina. Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“ Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti