„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hálfreiddist þegar hún baunaði á íslensk félög fyrir metnaðarleysi gagnvart handbolta kvenna. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina. Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“ Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða