„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hálfreiddist þegar hún baunaði á íslensk félög fyrir metnaðarleysi gagnvart handbolta kvenna. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina. Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“ Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira