Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:01 Anna Þorsteinsdóttir fyrir utan The Sushi Train í Tryggvagötu sem hún rekur ásamt bróður sínum. Framkvæmdirnar má sjá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira