Bjarni Ófeigur og samherjar hans hjá Skövde eru komnir í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar.
FH-ingurinn fyrrverandi átti fínan leik en hann skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í naumum tveggja marka sigri á Hammarby í kvöld, lokatölur 30-28.
Staðan í einvíginu því 1-0 Skövde í vil en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.