Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 11:54 Rússneskir hermenn á ferðinni í Volnovakha. Getty/Sefa Karacan Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01