Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. mars 2022 09:23 Scholz segir að hafa verði í huga að Rússar séu reiðubúnir að beita ofbeldi í þágu hagsmuna sinna. Michele Tantussi - Pool / Getty Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. „Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
„Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira