Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 07:56 Eldsneytisgeymslur í Lviv urðu fyrir sprengjum Rússa í nótt. Gett7Joe Raedle Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira