Endurreisn birkiskóga á Íslandi Hreinn Óskarsson skrifar 25. mars 2022 15:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar