Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2022 09:25 Sjálfboðaliðarnir segjast hafa frelsað þorp nærri Kænugarði í gær. Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Guardian hefur eftir honum að hann hafi farið til Póllands þann 15. mars og til Úkraínu degi seinna. Hann hafi tekið með sér nokkra dróna sem hann hafi notað á víglínunni við Kænugarð. Vasquez er virkur á samfélagsmiðlum og hefur hann meðal annars sagt að hann komi sér í vígaham með því að hugsa um „mest kýlanlega andlit heims“ og er það andlit Tucker Carlsons, umdeilds þáttastjórnenda á Fox News. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Þá sagði Vasquez frá því í gær að hann hefði tekið þátt í um sex klukkustunda langri orrustu um þorp nærri Kænugarði. Hann segir tvo menn í sveit sinni hafa særst og einn hafa dáið. Long day pic.twitter.com/omB3eyXDDE— James Vasquez (@jmvasquez1974) March 25, 2022 Samkvæmt umfjöllun Politico hafa allt að tuttugu þúsund erlendir sjálfboðaliðar gengið til liðs við Úkraínumenn. Fregnir hafa borist af því að margir þeirra hafi verið með takmarkaða eða enga reynslu af átökum og hafi ekki staðið sig vel í átökum. Yfirmenn útlendingaherdeilda Úkraínu segjast vinna hörðum höndum að því að sía þá sjálfboðaliða og öfgamenn úr hópnum. Einn þeirra, sem ræddi við Politico, segist ekki vilja „blóðþyrsta gaura“ sem vilji bara reyna að skjóta einhvern og enga öfgamenn. Mamuka Mamulashvili er frá Georgíu og leiðir um sjö hundruð sjálfboðaliða í sinni herdeild. Margir þeirra eru einnig frá Georgíu, sem Rússar hafa einnig ráðist á. Flestir eru þó sagðir vera frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það sama á við um aðra herdeild erlendra sjálfboðaliða sem stofnuð var skömmu eftir innrás Rússa. Hún er að mestu sögð skipuð mönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Póllandi. Sjálfboðaliðar eru þó sagðir koma víðsvegar að. Talsmaður nýju útlendingadeildarinn er til að mynda frá Noregi. Hann heitir Damien Magrou og starfaði sem lögmaður í Úkraínu fyrir innrásina, samkvæmt frétt Voice of America. Georgíu-herdeildin var stofnuð árið 2014, eftir fyrstu innrás Rússa. Mamulashvili segir eina stóra breytingu hafa átt sér stað síðan þá og það séu loft- og stórskotaliðsárásir. „Núna, þegar ég tala við þig, heyri ég umfangsmiklar árásir. Þessar árásir eru ekki bara hljóð. Þetta eru líf barna, kvenna og að mestu almennra borgara. Sprengjum rignir yfir okkur og við getum ekkert gert,“ sagði Mamulashvili við Politico. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Guardian hefur eftir honum að hann hafi farið til Póllands þann 15. mars og til Úkraínu degi seinna. Hann hafi tekið með sér nokkra dróna sem hann hafi notað á víglínunni við Kænugarð. Vasquez er virkur á samfélagsmiðlum og hefur hann meðal annars sagt að hann komi sér í vígaham með því að hugsa um „mest kýlanlega andlit heims“ og er það andlit Tucker Carlsons, umdeilds þáttastjórnenda á Fox News. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Þá sagði Vasquez frá því í gær að hann hefði tekið þátt í um sex klukkustunda langri orrustu um þorp nærri Kænugarði. Hann segir tvo menn í sveit sinni hafa særst og einn hafa dáið. Long day pic.twitter.com/omB3eyXDDE— James Vasquez (@jmvasquez1974) March 25, 2022 Samkvæmt umfjöllun Politico hafa allt að tuttugu þúsund erlendir sjálfboðaliðar gengið til liðs við Úkraínumenn. Fregnir hafa borist af því að margir þeirra hafi verið með takmarkaða eða enga reynslu af átökum og hafi ekki staðið sig vel í átökum. Yfirmenn útlendingaherdeilda Úkraínu segjast vinna hörðum höndum að því að sía þá sjálfboðaliða og öfgamenn úr hópnum. Einn þeirra, sem ræddi við Politico, segist ekki vilja „blóðþyrsta gaura“ sem vilji bara reyna að skjóta einhvern og enga öfgamenn. Mamuka Mamulashvili er frá Georgíu og leiðir um sjö hundruð sjálfboðaliða í sinni herdeild. Margir þeirra eru einnig frá Georgíu, sem Rússar hafa einnig ráðist á. Flestir eru þó sagðir vera frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það sama á við um aðra herdeild erlendra sjálfboðaliða sem stofnuð var skömmu eftir innrás Rússa. Hún er að mestu sögð skipuð mönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Póllandi. Sjálfboðaliðar eru þó sagðir koma víðsvegar að. Talsmaður nýju útlendingadeildarinn er til að mynda frá Noregi. Hann heitir Damien Magrou og starfaði sem lögmaður í Úkraínu fyrir innrásina, samkvæmt frétt Voice of America. Georgíu-herdeildin var stofnuð árið 2014, eftir fyrstu innrás Rússa. Mamulashvili segir eina stóra breytingu hafa átt sér stað síðan þá og það séu loft- og stórskotaliðsárásir. „Núna, þegar ég tala við þig, heyri ég umfangsmiklar árásir. Þessar árásir eru ekki bara hljóð. Þetta eru líf barna, kvenna og að mestu almennra borgara. Sprengjum rignir yfir okkur og við getum ekkert gert,“ sagði Mamulashvili við Politico.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14
Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01
Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21