Fórnarlömb innbyrðisátaka verkalýðshreyfingarinnar eru láglaunafólk Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2022 09:31 Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar