Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 07:21 Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04