Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Þorstenn Hjálmsson skrifar 23. mars 2022 23:10 Patrekur var langt í frá sáttur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. „Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira