Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2022 22:20 Karen Knútsdóttir fór á kostum í kvöld. Hér má sjá leikmenn HK reyna stöðva hana en Stjörnunni tókst það engan veginn. Vísir/Hulda Margrét Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira