Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 15:01 FH-ingar þurfa að gera mun getur gegn Val í kvöld til að eiga meiri möguleika en í undanúrslitaleik bikarsins. vísir/hulda margrét Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“
Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira