Gripinn með tvö þúsund oxy-töflur en finnst ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:18 Karlmaðurinn sat í gæsluvarðhaldi í fimm daga í kjölfar þess að hann var handtekinn í nóvember. Vísir/Vilhelm Karlmaður frá Póllandi hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin-töflum til landsins. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða. Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.
Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira