Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 12:31 Sigurður Gunnar Þorsteinsson komst með ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019, fór svo til Frakklands í skamman tíma en samdi aftur við ÍR um haustið. VÍSIR/DANÍEL Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20
Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01