„Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 10:01 Lovísa Thompson skorar eitt af fimmtán mörkum sínum í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Lovísa Thompson átti sannkallaðan leik upp á tíu þegar Valur vann ÍBV í Olís deild kvenna um helgina. Hún fékk líka gott pláss í Seinni bylgjunni þar sem umferðin var gerð upp. „Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
„Mér dettur eitt í hug sem gæti hafa verið smá vandamál fyrir ÍBV. Lovísa Thompson. Þetta er leikur á heimsmælikvarða,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Lovísa skoraði fimmtán mörk í leiknum og þurfti bara sautján skot til að ná því. Hún var einnig með sjö sköpuð færi fyrir liðsfélagana og var síðan með sjö stopp í vörninni. „Þetta var rosalegur leikur hjá henni,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Bara einn þáttur um hana „Það er svo margt sem mig langar að segja að ég gæti haft einn þátt bara um hana,“ sagði Svava Kristín. „Þetta er örugglega tuttugu mínútna atriði ef við ætlum að sýna allt,“ skaut Sigurlaug inn í. „Hún var frábær í sextíu mínútur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún var örugglega alveg óþolandi fyrir ÍBV. Hún var frábær í leiknum að öllu leyti. Hún var frábær í sextíu mínútur en það sem gerist þarna í lokin er að Saga fer í gang og það var það sem Valur þurfti,“ sagði Sigurlaug. Þvílíkur leikmaður sem kom til baka „Lovísa tekur sér pásu frá handbolta fyrir áramót. Kemur svo aftur inn eftir áramót og vá, þvílíkur leikmaður sem kom til baka,“ sagði Svava. „Ég veit ekkert um hennar mál þannig en ég held að það sé mikilvægt að fólk hlusti á sjálfan sig. Hún var greinilega að meta sjálfa sig rétt. Þetta er greinilega pása sem hún þurfti því hún er búin að vera frábær,“ sagði Sigurlaug. Rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn „Auðvitað var maður hissa og þetta er stór ákvörðun. Það er líka þrýstingur á þig alls staðar því ertu ekki bara best á landinu. Ég held að við getum sagt að Lovísa sé besti leikmaðurinn okkar. Þetta er rosaflott fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Lið lifa alveg af án þín og það er gott að skoða hvað sé best fyrir mig hverju sinni,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um frammistöðu Lovísu í leiknum sem og um pásuna sem hún tók sér fyrir áramót. Klippa: Seinni bylgjan: Stórleikur Lovísu Thompson á móti ÍBV
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti