Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. mars 2022 14:00 Evrópusambandið og NATO koma til með að funda í vikunni um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu en von er á hertum refsiaðgerðum gegn Rússum. Mótmælendur söfnuðust saman í Brussel í dag og viðhöfðu mínútu þögn fyrir þau sem hafa fallið frá því að innrásin hófst. AP/Geert Vanden Wijngaert Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira