Kópavogur-Kharkiv Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 21. mars 2022 11:31 Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis. Vinabæir í Úkraínu Við, herlaus friðelskandi þjóð, eigum kannski erfitt með að skilja hverjum dettur í hug að leysa vandamál sín með því að skjóta á nágrannann, en það er sá raunveruleiki sem árásarliðið reynir að selja heiminum. En við verðum að bregðast við. Með þeim hætti sem við kunnum og getum. Við getum opnað dyr fyrir flóttafólk, tekið á móti því. Við getum tekið upp samskipti við úkraínskar borgir og bæi, gert þær að vinabæjum okkar hér á Íslandi. Þannig getur Kópavogur komið á samskiptum við næst stærstu borgina í Úkraínu, Kharkiv, og önnur sveitarfélög boðið sambærileg samskipti við aðrar borgir og bæi. Sendum skýr skilaboð Við getum ekki tekið á móti öllum íbúum Úkraínu, en við getum búið til pláss fyrir þau í hugum okkar, með samskiptum og hvatningu, fjárstuðningi og annarri aðstoð. Þannig færum við þau nær okkur, og setjum okkur þau verkefni að láta þau okkur varða með beinum hætti. Við eigum líka að taka á móti fólki frá Úkraínu og það á að vera metnaður sveitarfélaganna að gera það vel. Þannig sendum við skýr skilaboð til Úkraínu og alls heimsins að okkur er ekki sama og að við viljum gera það sem við getum til að hjálpa. Höfundur er læknir og skipar 1.sæti á lista VG í Kópavogi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar