Vald hins þögla meirihluta Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. mars 2022 11:01 Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar