Framsækni í heilbrigðisvísindum Andri Már Tómasson skrifar 21. mars 2022 08:32 Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun