Lóan er komin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 20:44 Lóan er af mörgum talin merki þess að íslenska vorið sé formlega komið. Getty Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. „Fyrstu heiðlóur ársins sáust í dag, 5 fuglar á túni við Grænahraun í Nesjum, ein í Gaulverjabæ og 7 í Grunnafirði,“ segir í færslu félagsins. Það er vel við hæfi að lóan láti sjá sig í dag en jafndægur að vori var einmitt í dag, klukkan 15:33. Jafndægur er sú stund ársins kölluð þegar sól er beint yfir miðbaugi jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri og haustjafndægri. Í dag er jafndægur að vori en þá er dagurinn um það bil jafn langur nóttinni hvar sem er á jörðinni – og af því er nafnið dregið. Á síðasta ári var lóan ekki jafn snemma á ferðinni, en þá bárust fyrstu fregnir af lóunni þann 28. mars, í fjörunni á Stokkseyri. Líkt og áður sagði er lóan af mörgum talinn helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar: Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. Fuglar Lóan er komin Dýr Tímamót Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. „Fyrstu heiðlóur ársins sáust í dag, 5 fuglar á túni við Grænahraun í Nesjum, ein í Gaulverjabæ og 7 í Grunnafirði,“ segir í færslu félagsins. Það er vel við hæfi að lóan láti sjá sig í dag en jafndægur að vori var einmitt í dag, klukkan 15:33. Jafndægur er sú stund ársins kölluð þegar sól er beint yfir miðbaugi jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri og haustjafndægri. Í dag er jafndægur að vori en þá er dagurinn um það bil jafn langur nóttinni hvar sem er á jörðinni – og af því er nafnið dregið. Á síðasta ári var lóan ekki jafn snemma á ferðinni, en þá bárust fyrstu fregnir af lóunni þann 28. mars, í fjörunni á Stokkseyri. Líkt og áður sagði er lóan af mörgum talinn helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar: Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Fuglar Lóan er komin Dýr Tímamót Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira