Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 12:03 Úkraínskir hermenn í Kænugarði. EPA/ATEF SAFADI Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01