Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. mars 2022 16:30 Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Stringer/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“