Vaktin: Pútín sagður búinn að sætta sig við að geta ekki velt Selenskí úr sessi Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. mars 2022 16:20 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira