„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2022 07:07 Rússar hafa ekki útilokað fund milli Selenskís og Pútín. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“ Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira