Er borgin okkar feminísk? Dagmar Óladóttir skrifar 19. mars 2022 08:31 Á þessari grein er sá fyrirvari að undirrituð skilgreinir sig sem konu og getur því aðeins talað út frá reynsluheimi kvenna. Þú, kæri lesandi, veltir því eflaust fyrir þér hvað gerir borgir feminískar, geta samgöngur eða byggingaráætlanir til dæmis verið feminískar? Já heldur betur, feminískar stefnur í borgarhönnun eru mikilvægar og lífsbætandi fyrir okkur öll. Borgirnar okkar eru hannaðar af karlmönnum og fyrir karlmenn. Karlar mæta ekki sömu vandamálum innan borgarumhverfisins og konur og eiga því oft erfitt með að setja sig í spor þeirra. Í grunninn snúast feminískar nálganir í skipulagsmálum því um að taka fjölbreyttari sjónarhorn en einungis karla inn í myndina og bæta aðgengi fyrir öll, því það að bæta aðgengi fyrir einn minnihlutahóp bætir aðgengi fyrir aðra hópa. Hér mun ég því stikla á stóru um helstu þætti borgarhönnunar sem snúa að bættu aðgengi og aukinni öryggistilfinningu fyrir konur og önnur. Reykjavíkurborg þjónustar stóran hluta landsmanna og seinlega hefur gengið að lagfæra götur, gangstéttir og stíga þannig að þau uppfylli ströngustu kröfur. Slæmt undirlag heftir aðgengi fyrir mörg. Kantsteinar hafa til dæmis áhrif á ferðir fólks í hjólastólum og þeirra sem nota virka ferðamáta en mörg rafskútuslys tengjast misfellum í undirlagi. Vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar virðist leggja áherslu á að byrja á að moka stofnleiðir svo öll komist til vinnu á einkabílnum og er ekki við þau sem sinna mokstrinum að sakast heldur ráðamenn sem greiða götu einkabílanotenda á þennan hátt og skilja aðra notendur eftir fasta. Í Stokkhólmi hefur verið innleidd feminísk snjómokstursstefna sem leggur áherslu á að forgangsraða mokstri á göngustígum, hjólastígum, strætóakreinum og í skólahverfum vegna þess að börn, konur og eldri borgarar eru líklegust til að notast við grænar samgöngur eins og hjól, strætó og tvo jafnfljóta. Myndi Reykjavíkurborg innleiða álíka stefnu myndi það hvetja notendur til að notast við grænni samgöngur. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg fylgir forgangsáætlun í snjómokstri stíga sem gerir ráð fyrir að búið sé að ryðja helming stíga fyrir klukkan 8 en undirrituð, sem á ekki bíl og fer flestallar ferðir á tveimur jafnfljótum, hefur ekki orðið vör við að þessi áætlun standist. Þétting byggðar er feminískt málefni en að baki liggja einnig hugmyndir um umhverfisvænni borgir. Með þéttingu byggðar er minni þörf á einkabíl og einfaldara að notast við umhverfisvæn farartæki auk þess að það leiðir til styttri ferðatíma og ódýrari ferða. Jákvæður fylgifiskur þéttari byggðar er aukið öryggi því það eru fleiri augu sem fylgjast með götunum og taka eftir ef eitthvað er ekki í lagi (sjá bók Jane Jacobs, The Death and Life of Great American Cities). Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, er róttæk stúdentahreyfing sem beitir sér fyrir bættu háskólasamfélagi fyrir öll. Sérstök áhersla er lögð á aðgengis-, skipulags- og umhverfismál og að tryggja jafnan rétt allra til náms. Ég vil að raddir allra fái að heyrast hátt og, að breytingar taki ekki alltaf mið af fjölda stuðningsmanna heldur að breytingar leiði til bættrar líðan ólíkra hópa, óháð stærð þeirra. Röskva hefur beitt sér fyrir byggingu fleiri stúdentaíbúða á háskólasvæðinu sem og aukinni grunnþjónustu fyrir íbúa á Stúdentagörðum, t.d. lágvöruverðsverslun og heilsugæslu. Vel hefur tekist til með aukinn fjölda stúdentaíbúða, til dæmis má nefna nýbyggingu Gamla garðs, 113 stúdíóíbúðir í Hótel Sögu, viðbyggingu á Lindargötu, fjölskylduíbúðir í Skerjafirði, stúdentaíbúðir á Vesturbugtinni og tillögu þess efnis að breyta Stapa við Hringbraut í stúdentahúsnæði. Þetta stuðlar að því að gera bíllausum lífsstíl aðlaðandi og raunhæfan fyrir stúdenta. Bætt lífsgæði stúdenta, einkum fjölskyldna á Stúdentagörðum, eru Röskvuliðum hugleikin. Það sem mótar hvað helst upplifun kvenna af borgum er hinn stöðugi ótti um áreiti sem þær upplifa. Okkur er kennt frá unga aldri að óttast ókunnuga, fara varlega öllum stundum, aldrei ganga einar heim o.s.frv.. Við þekkjum þetta allar; gangandi heim að kvöldi til, með hnefann krepptan um lykilinn í vasanum og númer Neyðarlínunnar slegið inn í símann eða trausts vin á línunni. Ganga einungis á vel upplýstum götum eða greiða offjár fyrir far með leigubíl. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu vandamáli með öllum mögulegum leiðum, það þarf að bæta götulýsingu sem og sporna gegn undirgangablæti karllægra stjórnmálaafla sem stjórna hvernig borgarlandið er byggt. Eflaust eru rafskútur sem öryggistæki ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug en fyrir margar konur, og önnur, eru rafskútur þægilegasta leiðin til að komast fljótt og örugglega heim af djamminu. Rannsóknir sýna að slysatíðni tengd rafskútum mælist ekki hærra en á öðrum farartækjum og líklegt að umræðan um slys hafi orðið svona hávær vegna þess að tæknin er nýtilkomin og óþekkt. Í raun sýna rannsóknir (til dæmis skýrsla ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækisins VSÓ um rafskútur og umferðaröryggi) að meirihluti rafskútuslysa tengist innviðum og undirlagi en ekki áfengisneyslu. Að sjálfsögðu eiga áfengisneysla og rafskútunotkun enga samleið, ekki frekar en áfengisneysla og önnur farartæki. Á sama tíma verður að gefa því gaum að mörg nota rafskútur til að komast örugg heim úr miðbænum eftir vinnu eða skemmtanir. Því er ljóst að bann við notkun rafskúta á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum myndi hafa afleiðingar fyrir hóp fólks sem treystir á þær. Skynsamleg leið til að draga úr tíðni alvarlegra slysa væri til dæmis að draga úr hámarkshraða rafskúta á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum, því minni hraði leiðir til minni hættu á alvarlegum slysum. Einnig þarf að bæta umhverfi og undirlag svo færri slys hljótist af illa staðsettum kantsteinum og sprungum. Þegar þjónusta næturstrætó var felld niður hvarf helsti fararskjóti ungmenna eftir miðnætti. Brotthvarf næturstrætó á tímum kórónuveiru var skiljanlegt en nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt væri þjóðráð að endurvekja þennan besta vin stúdenta og annarra sem kjósa ódýrar og umhverfisvænar samgöngur. Í framsækinni borg, líkt og Reykjavík gefur sig út fyrir að vera, er nauðsynlegt að hlúa að umhverfisvænum og ódýrum samgöngutækjum líkt og strætó og rafskútum. Það er í stefnu Reykjavíkurborgar að draga úr hlutdeild einkabílsins og því mikilvægt að efla aðra samgöngumáta til muna, til dæmis með því að stórbæta stígakerfi borgarinnar. Röskva hefur beitt sér fyrir auknum möguleikum fyrir stúdenta til að nýta sé fjölbreyttar samgöngur meðal annars með því að þrýsta á forsvarsmenn Háskóla Íslands og Strætó að innleiða U-passann og endurvekja næturstrætó. Flest, ef ekki öll, viljum við að borgarbúum líði vel og finnist þau örugg, á öllum tímum sólarhrings. Það er ekki eðlilegt að konur, og önnur, óttist um öryggi sitt á neinum tímapunkti. Það ætti að vera krafa okkar allra á samfélagið að gera konum kleift að komast öruggar heim, sama hvaða ferðamáta þær kjósa. Það eru margir þættir sem geta stuðlað að aukinni öryggistilfinningu kvenna líkt og bætt lýsing, öruggar samgöngur og þéttari byggð. Röskva hefur sýnt það í verki að við erum tilbúin að beita okkur fyrir því að auka öryggi allra, bæði innan og utan háskólans, og viljum við halda því góða starfi áfram á komandi skólaári. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að nemendur háskólans kjósi Röskvu á Uglunni 23. og 24. mars nk. Í þessum pistli var stuðst við skrif Leslie Kern, einkum bók hennar The Feminist City sem var gefin út árið 2020 og ætti að vera skyldulesningfyrir fyrir öll. Höfundur skipar 3. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessari grein er sá fyrirvari að undirrituð skilgreinir sig sem konu og getur því aðeins talað út frá reynsluheimi kvenna. Þú, kæri lesandi, veltir því eflaust fyrir þér hvað gerir borgir feminískar, geta samgöngur eða byggingaráætlanir til dæmis verið feminískar? Já heldur betur, feminískar stefnur í borgarhönnun eru mikilvægar og lífsbætandi fyrir okkur öll. Borgirnar okkar eru hannaðar af karlmönnum og fyrir karlmenn. Karlar mæta ekki sömu vandamálum innan borgarumhverfisins og konur og eiga því oft erfitt með að setja sig í spor þeirra. Í grunninn snúast feminískar nálganir í skipulagsmálum því um að taka fjölbreyttari sjónarhorn en einungis karla inn í myndina og bæta aðgengi fyrir öll, því það að bæta aðgengi fyrir einn minnihlutahóp bætir aðgengi fyrir aðra hópa. Hér mun ég því stikla á stóru um helstu þætti borgarhönnunar sem snúa að bættu aðgengi og aukinni öryggistilfinningu fyrir konur og önnur. Reykjavíkurborg þjónustar stóran hluta landsmanna og seinlega hefur gengið að lagfæra götur, gangstéttir og stíga þannig að þau uppfylli ströngustu kröfur. Slæmt undirlag heftir aðgengi fyrir mörg. Kantsteinar hafa til dæmis áhrif á ferðir fólks í hjólastólum og þeirra sem nota virka ferðamáta en mörg rafskútuslys tengjast misfellum í undirlagi. Vetrarþjónusta Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar virðist leggja áherslu á að byrja á að moka stofnleiðir svo öll komist til vinnu á einkabílnum og er ekki við þau sem sinna mokstrinum að sakast heldur ráðamenn sem greiða götu einkabílanotenda á þennan hátt og skilja aðra notendur eftir fasta. Í Stokkhólmi hefur verið innleidd feminísk snjómokstursstefna sem leggur áherslu á að forgangsraða mokstri á göngustígum, hjólastígum, strætóakreinum og í skólahverfum vegna þess að börn, konur og eldri borgarar eru líklegust til að notast við grænar samgöngur eins og hjól, strætó og tvo jafnfljóta. Myndi Reykjavíkurborg innleiða álíka stefnu myndi það hvetja notendur til að notast við grænni samgöngur. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg fylgir forgangsáætlun í snjómokstri stíga sem gerir ráð fyrir að búið sé að ryðja helming stíga fyrir klukkan 8 en undirrituð, sem á ekki bíl og fer flestallar ferðir á tveimur jafnfljótum, hefur ekki orðið vör við að þessi áætlun standist. Þétting byggðar er feminískt málefni en að baki liggja einnig hugmyndir um umhverfisvænni borgir. Með þéttingu byggðar er minni þörf á einkabíl og einfaldara að notast við umhverfisvæn farartæki auk þess að það leiðir til styttri ferðatíma og ódýrari ferða. Jákvæður fylgifiskur þéttari byggðar er aukið öryggi því það eru fleiri augu sem fylgjast með götunum og taka eftir ef eitthvað er ekki í lagi (sjá bók Jane Jacobs, The Death and Life of Great American Cities). Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, er róttæk stúdentahreyfing sem beitir sér fyrir bættu háskólasamfélagi fyrir öll. Sérstök áhersla er lögð á aðgengis-, skipulags- og umhverfismál og að tryggja jafnan rétt allra til náms. Ég vil að raddir allra fái að heyrast hátt og, að breytingar taki ekki alltaf mið af fjölda stuðningsmanna heldur að breytingar leiði til bættrar líðan ólíkra hópa, óháð stærð þeirra. Röskva hefur beitt sér fyrir byggingu fleiri stúdentaíbúða á háskólasvæðinu sem og aukinni grunnþjónustu fyrir íbúa á Stúdentagörðum, t.d. lágvöruverðsverslun og heilsugæslu. Vel hefur tekist til með aukinn fjölda stúdentaíbúða, til dæmis má nefna nýbyggingu Gamla garðs, 113 stúdíóíbúðir í Hótel Sögu, viðbyggingu á Lindargötu, fjölskylduíbúðir í Skerjafirði, stúdentaíbúðir á Vesturbugtinni og tillögu þess efnis að breyta Stapa við Hringbraut í stúdentahúsnæði. Þetta stuðlar að því að gera bíllausum lífsstíl aðlaðandi og raunhæfan fyrir stúdenta. Bætt lífsgæði stúdenta, einkum fjölskyldna á Stúdentagörðum, eru Röskvuliðum hugleikin. Það sem mótar hvað helst upplifun kvenna af borgum er hinn stöðugi ótti um áreiti sem þær upplifa. Okkur er kennt frá unga aldri að óttast ókunnuga, fara varlega öllum stundum, aldrei ganga einar heim o.s.frv.. Við þekkjum þetta allar; gangandi heim að kvöldi til, með hnefann krepptan um lykilinn í vasanum og númer Neyðarlínunnar slegið inn í símann eða trausts vin á línunni. Ganga einungis á vel upplýstum götum eða greiða offjár fyrir far með leigubíl. Nauðsynlegt er að bregðast við þessu vandamáli með öllum mögulegum leiðum, það þarf að bæta götulýsingu sem og sporna gegn undirgangablæti karllægra stjórnmálaafla sem stjórna hvernig borgarlandið er byggt. Eflaust eru rafskútur sem öryggistæki ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug en fyrir margar konur, og önnur, eru rafskútur þægilegasta leiðin til að komast fljótt og örugglega heim af djamminu. Rannsóknir sýna að slysatíðni tengd rafskútum mælist ekki hærra en á öðrum farartækjum og líklegt að umræðan um slys hafi orðið svona hávær vegna þess að tæknin er nýtilkomin og óþekkt. Í raun sýna rannsóknir (til dæmis skýrsla ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækisins VSÓ um rafskútur og umferðaröryggi) að meirihluti rafskútuslysa tengist innviðum og undirlagi en ekki áfengisneyslu. Að sjálfsögðu eiga áfengisneysla og rafskútunotkun enga samleið, ekki frekar en áfengisneysla og önnur farartæki. Á sama tíma verður að gefa því gaum að mörg nota rafskútur til að komast örugg heim úr miðbænum eftir vinnu eða skemmtanir. Því er ljóst að bann við notkun rafskúta á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum myndi hafa afleiðingar fyrir hóp fólks sem treystir á þær. Skynsamleg leið til að draga úr tíðni alvarlegra slysa væri til dæmis að draga úr hámarkshraða rafskúta á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum, því minni hraði leiðir til minni hættu á alvarlegum slysum. Einnig þarf að bæta umhverfi og undirlag svo færri slys hljótist af illa staðsettum kantsteinum og sprungum. Þegar þjónusta næturstrætó var felld niður hvarf helsti fararskjóti ungmenna eftir miðnætti. Brotthvarf næturstrætó á tímum kórónuveiru var skiljanlegt en nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt væri þjóðráð að endurvekja þennan besta vin stúdenta og annarra sem kjósa ódýrar og umhverfisvænar samgöngur. Í framsækinni borg, líkt og Reykjavík gefur sig út fyrir að vera, er nauðsynlegt að hlúa að umhverfisvænum og ódýrum samgöngutækjum líkt og strætó og rafskútum. Það er í stefnu Reykjavíkurborgar að draga úr hlutdeild einkabílsins og því mikilvægt að efla aðra samgöngumáta til muna, til dæmis með því að stórbæta stígakerfi borgarinnar. Röskva hefur beitt sér fyrir auknum möguleikum fyrir stúdenta til að nýta sé fjölbreyttar samgöngur meðal annars með því að þrýsta á forsvarsmenn Háskóla Íslands og Strætó að innleiða U-passann og endurvekja næturstrætó. Flest, ef ekki öll, viljum við að borgarbúum líði vel og finnist þau örugg, á öllum tímum sólarhrings. Það er ekki eðlilegt að konur, og önnur, óttist um öryggi sitt á neinum tímapunkti. Það ætti að vera krafa okkar allra á samfélagið að gera konum kleift að komast öruggar heim, sama hvaða ferðamáta þær kjósa. Það eru margir þættir sem geta stuðlað að aukinni öryggistilfinningu kvenna líkt og bætt lýsing, öruggar samgöngur og þéttari byggð. Röskva hefur sýnt það í verki að við erum tilbúin að beita okkur fyrir því að auka öryggi allra, bæði innan og utan háskólans, og viljum við halda því góða starfi áfram á komandi skólaári. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að nemendur háskólans kjósi Röskvu á Uglunni 23. og 24. mars nk. Í þessum pistli var stuðst við skrif Leslie Kern, einkum bók hennar The Feminist City sem var gefin út árið 2020 og ætti að vera skyldulesningfyrir fyrir öll. Höfundur skipar 3. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun