Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:31 Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun