Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 21:00 Vöxturinn á hálsi svansins hefur valdið mörgum áhyggjum. vísir/óttar Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi. Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar
Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira