Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. mars 2022 16:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og það voru yfirvöld í Kreml ekki ánægð með. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira