Selenskí segir samningamenn eygja möguleika á málamiðlun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2022 06:21 Selenskí ávarpaði kanadíska þingið í gær. AP/The Canadian Press/Adrian Wyld Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir nú möguleika á málamiðlun eftir viðræður fulltrúa Úkraínu og Rússlands í gær. Ekkert lát er hins vegar á árásum Rússa og þá hafa fregnir borist af grimmilegum aftökum almennra borgara. „Fundarhöld halda áfram og mér hefur verið tjáð að afstaða aðila í viðræðunum sé nú þegar orðin raunhæfari. En það mun taka tíma fyrir ákvarðanirnar að verða Úkraínu í hag,“ sagði Selenskí í mynskeiði sem birt var snemma í morgun. Sagði hann friðarumleitanirnar krefjast þolinmæði. Aðalsamningamaður Úkraínu, Mykhailo Podolyak, sagði að ákveðinn grundvallaratriði stæðu enn útaf en það væri rúm fyrir málamiðlun. Annar aðstoðarmaður Selenskí, Ihor Zhovkva, sagði að viðræðurnar væru uppbyggilegri nú en áður og að Rússar hefðu mildast í afstöðu sini að því leyti að þeir töluðu ekki lengur um uppgjöf Úkraínu sem skilyrði fyrir friði. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Rússar viðhafa nú stanslausar árásir á Kænugarð og víðar en úkraínska varnarmálaráðuneytið segir ástandið enn verst í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns og rafmagns í langan tíma. Þá hefur verið greint frá því að Rússar haldi hundruðum í gíslingu á spítala í borginni. Fregnir bárust einnig af því í gær að Rússar hefðu skotið að minnsta kosti tvo almenna borgara án nokkurar ástæðu; annar þeirra var með hendur á lofti og hinn stóð einn og grandalaus í nokkurri fjarlægð frá skriðdreka þegar skotið var á hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
„Fundarhöld halda áfram og mér hefur verið tjáð að afstaða aðila í viðræðunum sé nú þegar orðin raunhæfari. En það mun taka tíma fyrir ákvarðanirnar að verða Úkraínu í hag,“ sagði Selenskí í mynskeiði sem birt var snemma í morgun. Sagði hann friðarumleitanirnar krefjast þolinmæði. Aðalsamningamaður Úkraínu, Mykhailo Podolyak, sagði að ákveðinn grundvallaratriði stæðu enn útaf en það væri rúm fyrir málamiðlun. Annar aðstoðarmaður Selenskí, Ihor Zhovkva, sagði að viðræðurnar væru uppbyggilegri nú en áður og að Rússar hefðu mildast í afstöðu sini að því leyti að þeir töluðu ekki lengur um uppgjöf Úkraínu sem skilyrði fyrir friði. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Rússar viðhafa nú stanslausar árásir á Kænugarð og víðar en úkraínska varnarmálaráðuneytið segir ástandið enn verst í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns og rafmagns í langan tíma. Þá hefur verið greint frá því að Rússar haldi hundruðum í gíslingu á spítala í borginni. Fregnir bárust einnig af því í gær að Rússar hefðu skotið að minnsta kosti tvo almenna borgara án nokkurar ástæðu; annar þeirra var með hendur á lofti og hinn stóð einn og grandalaus í nokkurri fjarlægð frá skriðdreka þegar skotið var á hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira