Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 20:30 Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira