Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Kristrún Frostadóttir skrifar 15. mars 2022 15:00 Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Loftslagsmál Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun