Umburðarlynda bleyðan Þórarinn Hjartarson skrifar 15. mars 2022 14:31 Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun