Umburðarlynda bleyðan Þórarinn Hjartarson skrifar 15. mars 2022 14:31 Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar